Tveir stangveiðibátar vélarvana

Rétt fyrir miðnætti barst Slysavarnarfélaginu Landsbjörg beiðni um aðstoð vegna tveggja báta sem voru vélarvana á Skutulsfirði. Einn maður var í hvorum bát. Þetta eru stangveiðibáta en annar þeirra varð vélarvana og tók hinn hann í tog. Þá vildi ekki betur til en að hann missti einnig afl.

Björgunarskipið Gunnar Friðriksson frá Ísafirði fór strax á staðinn og var skömmu síðar kominn með báða bátana í tog á leið til hafnar á Ísafirði.

Rétt norðan við Arnarnes en að sögn lögreglu var aldrei veruleg hætta á ferðum. Komið var með bátana til hafnar um klukkan eitt í nótt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert