Unnið að landfyllingum við Mýrargötu

mbl.is/Júlíus

Við Mýrargötu í Reykjavík hefur verið unnið að nýju skipulagi fyrir Slippasvæðið svokallaða. Undirbúningsvinna fyrir framkvæmdir eru í fullum gangi því unnið hefur verið að því að fjarlægja m.a. mengað efni úr höfninni, sem er svo notað í landfyllingar við Sundahöfn. Hreinu efni er svo dælt þess í stað í landfyllingar, sem síðan verða lóðir undir nýja íbúða- og atvinnubyggð sem þarna mun rísa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert