Spá Hagdeildar ASÍ um þróun helstu hagstærða kemur líka inn á að lítið megi út af bera til að hagkerfið þróist til verri vegar. Segir einnig í Vorskýrslunni að geta Seðlabankans til viðspyrnu sé skert vegna hárra stýrivaxta. Að mati Hagdeildar ASÍ er brýnasta verkefnið í hagstjórn nú er að koma á jafnvægi í þjóðarbúskapnum á ný.
Meginþema Vorskýrslunnar er ný spá um þróun helstu hagstærða fyrir árið í ár og næsta ár. Auk þess er fjallað um vaxandi ójöfnuð; skatta og tekjuskiptingu ásamt vaxandi skuldum heimilanna. Á heimasíðu ASÍ segir að með yfirskrift skýrslunnar „Aukin misskipting í góðæri" sé verið að vísa til þess að þrátt fyrir mikla verðmætaaukningu síðustu ára hefur ójöfnuður aukist.