Baráttuhópur um bætt veðurfar stofnaður

Spurning hvort baráttuhópurinn berst fyrir góðu veðri í Landmannalaugum í …
Spurning hvort baráttuhópurinn berst fyrir góðu veðri í Landmannalaugum í sumar eða um allt land ? Mynd/ÁS

Á morgun verður haldin stofnfundur Baráttuhóps um veðurfar. Á stofnfundinum verður rætt um hvað geti verið skilgreint sem gott veðurfar og lögð fram tillaga um markmið og verksvið hópsins. Verndari hópsins er Páll Bergþórsson veðurfræðingur og fyrrum veðurstofustjóri.

Að sögn Ásdísar Skúladóttur,verkefnisstjóra hafa verið stofnaðir víða um lands hópar eldra fólks til að rifja upp gamla þekkingu varðandi veðurfar í samvinnu við veðurfræðinga. „Hér í Hæðagarði er mikið veðuráhugafólk og segja má að fyrirlestur veðurfræðingsins Páls Bergþórssonar fyrir skemmstu hafi ýtt okkur af stað og þetta er aðallega hugsað til að skemmta okkur í tengslum við veðrið."

Stefnt er að því að hittast mánaðarlega næsta vetur og nú þegar eru 21 stofnfélagar skráðir. Fundurinn á morgun, föstudag,verður haldinn klukkan 14.00 í Salnum í Hæðagarði í Reykjavík og allir eru velkomnir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert