Bláa lónið bauð hæst í Baðfélag Mývatnssveitar

Tilboð voru opnuð í gær í 16,7% eignarhlut ríkisins í Baðfélagi Mývatnssveitar hf., sem á og rekur Jarðböðin við Mývatn. Nafnvirði hlutarins er um 20 milljónir króna, samkvæmt tilkynningu frá einkavæðingarnefnd.

Þrjú tilboð bárust í Baðfélagið. Hefur Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra, sem fer eignarhlutinn, samþykkt tillögu framkvæmdanefndar um einkavæðingu um að taka tilboði Íslenskra heilsulinda upp á 24 milljónir króna. Var það hæsta tilboð sem barst en Íslenskar heilsulindir eru í eigu Bláa lónsins.

Auk Íslenskra heilsulinda buðu Smámunir ehf. og HH Holding ehf. í eignarhlut ríkisins.

Ríkiskaup önnuðust umsjón sölunnar fyrir hönd framkvæmdanefndar um einkavæðingu.

Hlutafélagið um jarðböðin við Mývatn var stofnað árið 1998 og eigendur eru um 100 talsins. Ný aðstaða til heitra baða var tekin í notkun í Mývatnssveit árið 2004 og þangað komu um 63 þúsund manns á síðasta ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka