Húsafriðunarnefnd fagnar ákvörðun um endurbyggingu húsa

Lækjartorg árið 1882. Austurstræti 22 ber í Alþingishúsið.
Lækjartorg árið 1882. Austurstræti 22 ber í Alþingishúsið. Ljósm. Sigfús Eymundsson

Á fundi húsafriðunarnefndar ríkisins í gær var fjallað um brunann í Austurstræti og Lækjargötu nýlega og samþykkt ályktun þar sem fagnað er frumkvæði borgarstjóra Reykjavíkur um enduruppbyggingu húsanna, sem skemmdust.

Sérstaklega er því fagnað að tekið verði tillit til listræns og menningarsögulegs gildis gamla yfirréttarhússins, sem friðað er samkvæmt lögum um húsafriðun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert