Vatnasafnið opnað í Stykkishólmi

James Lingwood, framkvæmdastjóri Artangel, Erla Friðriksdóttir, bæjarstjóri Stykkishólms og Bethany …
James Lingwood, framkvæmdastjóri Artangel, Erla Friðriksdóttir, bæjarstjóri Stykkishólms og Bethany Pappalardo, þróunarstjóri Artangel, skoða Vatnasafnið. mbl.is/Gunnlaugur Árnason

Boðið var í dag til forsýningar á Vatnasafni/Library of Water, verki myndlistarkonunnar Roni Horn í byggingu sem áður hýsti bókasafn Stykkishólms.

Þar hefur verið sett upp skúlptúrinnsetning í aðalsal byggingarinnar, 24 glersúlur með vatni úr jafnmörgum jöklum landsins. Ljós frá gluggum í salnum brotnar í súlunum sem endurvarpa því á gólfið en þar hafa lýsingarorð á ensku og íslensku verið greypt í.

Breska listastofnunin Artangel fjármagnar verkefnið með stuðningi mennta- og samgönguráðuneyta og Stykkishólmsbæjar. Artangel og Roni Horn hafa bygginguna til um ráða næstu 25 árin.

Verk Roni Horn hafa verið sýnd í mörgum virtustu listasöfnum heims. Horn hefur dvalið reglulega á Íslandi seinustu 30 árin og hefur landið og menning þess orðið henni mikill innblástur og yrkisefni. Vatnasafnið verður opnað fyrir almenningi á laugardaginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert