Æfa hraðakstur í yfirgefinni herstöð

00:00
00:00

Nýliðar í mótor­hjóla­deild Lög­regl­unn­ar á Höfuðborg­ar­svæðinu og á Suður­nesj­um æfðu í dag hraðakst­ur og for­gangsakst­ur á göt­um banda­rísku her­stöðvar­inn­ar sem nú stend­ur auð og yf­ir­gef­in við Kefla­vík­ur­flug­völl.

Akst­ur­sæfing­arn­ar eru hluti af nám­skeiði sem haldið er á veg­um Lög­reglu­skóla rík­is­ins. Í sam­ráði við LRH og lög­reglu­stjór­ann á Suður­nesj­um var ákveðið að hluti nám­skeiðsins færi fram á gamla varn­ar­svæði, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Ei­ríks Hreins Helga­son­ar, yf­ir­lög­regluþjóns hjá skól­an­um.

Árni Friðleifs­son, varðstjóri í um­ferðardeild lög­regl­unn­ar, seg­ir gatna­kerfi her­stöðvar­inn­ar nýt­ast vel til æf­inga fyr­ir nýliða mótor­hjóla­deild­ar­inn­ar.

Þeir séu reynd­ar all­ir þaul­van­ir mótor­hjóla­akstri, þótt þeir hafi ekki ekið lög­reglu­hjól­um áður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka