Flestir vilja að Sjálfstæðisflokkur verði aðili að næstu ríkisstjórn samkvæmt könnun, sem Capacent Gallup hefur gert fyrir Ríkisútvarpið. 65% þátttakenda nefndu flokkinn og er það 5 prósentum fleiri en í samsvarandi könnun í mars. 48% sögðust vilja Samfylkingu í ríkisstjórn sem er aukning um 4 prósentur og 43% sögðust vilja Vinstrihreyfinguna-grænt framboð í ríkisstjórn en í mars sögðust 60% vilja flokkinn í stjórn.
37% nefndu Framsóknarflokkinn, 8 prósentum fleiri en í mars. 9% nefndu Frjálslynda flokkinn, álíka margir og í mars og 5% nefndu Íslandshreyfinguna.