Kjaradeilda fangavarða og ríkisins er leyst og er búist við að skrifað verði undir nýjan stofnanasamning við fangaverði á næstunni. Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins og var þar haft eftir Valtý Sigurðssyni, fangelsismálastjóri, að samkomulagið þýði í grófum dráttum 10% launahækkun frá síðustu mánaðamótum og 5,5% launahækkun um næstu áramót.
Þá sagðist Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, gera ráð fyrir því að nýr stofnanasamningur verði undirritaður á næstunni og fangaverðir taki uppsagnir sínar aftur.
Fangaverðir sögðu störfum vegna óánægju með kjör. Uppsagnarfrestur þeirra var framlengdur um 3 mánuði frá síðustu mánaðamótum.