Sjaldséður gestur

mbl.is/Jóhann Óli

Rauðhegri hef­ur verið að spóka sig í ná­grenni Elliðavatns. Það var Haf­steinn Björg­vins­son, starfsmaður Vatns­veit­unn­ar, sem fann þenn­an sjald­gæfa fugl við Hellu­vatn, þar sem hann hef­ur haldið sig síðan og einnig hef­ur hann sést við Kirkju­hólma­tjörn.

Rauðhegri hef­ur aðeins einu sinni áður fund­ist hér á landi en það var við Kópa­sker 5. októ­ber 1983. Þessi rauðhegri er full­orðinn fugl og skraut­leg­ur, með mikla fjaðraskúfa á háls­in­um og síðan hnakka­skúf. Fugl­inn er ættaður sunn­an úr lönd­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert