Rauðhegri hefur verið að spóka sig í nágrenni Elliðavatns. Það var Hafsteinn Björgvinsson, starfsmaður Vatnsveitunnar, sem fann þennan sjaldgæfa fugl við Helluvatn, þar sem hann hefur haldið sig síðan og einnig hefur hann sést við Kirkjuhólmatjörn.
Rauðhegri hefur aðeins einu sinni áður fundist hér á landi en það var við Kópasker 5. október 1983. Þessi rauðhegri er fullorðinn fugl og skrautlegur, með mikla fjaðraskúfa á hálsinum og síðan hnakkaskúf. Fuglinn er ættaður sunnan úr löndum.