Forsetinn við góða heilsu

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. mbl.is/Ómar

For­seti Íslands, Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, er við góða heilsu, en hann var flutt­ur á sjúkra­hús í dag til rann­sókna vegna þess að í morg­un fann hann fyr­ir sterk­um þreytu­viðbrögðum, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Örn­ólfs Thors­son­ar, skrif­stofu­stjóra for­seta­embætt­is­ins.

Ekk­ert hef­ur komið fram við rann­sókn­irn­ar, og lækn­ar telja for­set­ann við góða heilsu. Hann mun þó dvelja á Land­spít­ala-há­skóla­sjúkra­húsi í Foss­vogi til morg­uns.

For­seta­hjón­in voru við opn­un Vatna­safns Roni Horn í Stykk­is­hólmi í gær og gistu á Hót­el Búðum í nótt. Í morg­un fann Ólaf­ur Ragn­ar til mik­ill­ar þreytu, en ekki var þó um að ræða al­var­leg þynglsi fyr­ir brjósti. Lækn­ir sem kom frá Ólafs­vík taldi rétt að hann yrði send­ur til frek­ari rann­sókna á Land­spít­al­ann, og var hann flutt­ur þangað með þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar á þriðja tím­an­um í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert