Þyrla sótti slasaða konu að Botnssúlum

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti á þriðja tímanum í dag konu sem hafði fótbrotnað þar sem hún var í gönguferð við Botnssúlur. Þar sem ekki var bílfært á staðinn var þyrlan kölluð út, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Borgarnesi. Einnig voru kallaðir út sjúkraflutningamenn frá Akranesi.

Björgunarsveitir komu að konunni og 14 manna hópnum sem var í fylgd með henni um kl 16. Þyrla Landhelgisgæslunnar var í öðru verkefni en kom á vettvang um kl. 16.30. Ekki var hægt að lenda þyrlunni á staðnum og var konan því hífð upp í þyrluna.

Þyrlan flutti konuna á Landspítalann háskólasjúkrahús í Fossvogi. Aðgerðum var stjórnað úr samhæfingarstöð af Svæðisstjórn björgunarsveita og tóku um 50 manns þátt í þeim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert