Áhyggjur af ástandinu

Fjöl­menn­ur borg­ar­a­fund­ur um horf­ur í at­vinnu­mál­um í Bol­ung­ar­vík var hald­inn í ráðhúsi staðar­ins í gær. Til fund­ar­ins var boðað eft­ir að erfiður rekst­ur rækju­vinnslu fisk­vinnslu­fyr­ir­tæk­is­ins Bakka­vík­ur hf. varð til þess að það sagði upp 48 af 60 starfs­mönn­um í land­vinnsl­unni.

Á fund­inn mættu full­trú­ar allra flokka sem bjóða fram í Norðvest­ur­kjör­dæmi. Það var Guðmund­ur Hall­dórs­son, fyrr­ver­andi formaður smá­báta­fé­lags­ins Eld­ing­ar, sem stóð fyr­ir fund­in­um og var hann ómyrk­ur í máli er hann lýsti ástand­inu í Bol­ung­ar­vík sem hann kenn­ir fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­inu um.

Anna G. Ed­vards­dótt­ir, for­seti bæj­ar­stjórn­ar Bol­ung­ar­vík­ur, flutti fram­sögu á fund­in­um og lýsti hún yfir mikl­um áhyggj­um af horf­um í at­vinnu­mál­um Bol­vík­inga.

Fund­ur­inn sner­ist að miklu leyti um mál­efni fisk­vinnslu og út­gerðar og beind­ust spjót­in því að Bol­vík­ingn­um og sjáv­ar­út­vegs­ráðherr­an­um Ein­ari Kristni Guðfinns­syni.

Ein­ar sagði að stjórn­völd gerðu sér grein fyr­ir erfiðleik­um rækju­vinnsl­unn­ar og vísaði í til­lög­ur Vest­fjarðanefnd­ar­inn­ar um að frysta af­borg­an­ir og vexti lána rækju­verk­smiðja hjá Byggðastofn­un í fimm ár.

Krist­inn H. Gunn­ars­son sakaði stjórn­völd um að hafa ekki póli­tísk­an vilja til þess að snúa þró­un­inni við og sagði þau skorta bæði vilja og þor til að taka á vanda­mál­um. Þá sagði Krist­inn að til stæði að leggja af línuíviln­un og vísaði í álykt­un lands­fund­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins um að ein­falda eigi kvóta­kerfið. Línuíviln­un er mjög mik­il­væg fyr­ir smá­báta­út­gerð í Bol­ung­ar­vík og hleyp­ur verðmæti henn­ar fyr­ir bæj­ar­fé­lagið á hundruðum millj­óna króna. Sjáv­ar­út­vegs­ráðherra sagði hins veg­ar að ekki stæði til að leggja línuíviln­un af og lýsti sig al­gjör­lega mót­fall­inn því.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert