Óverulegar breytingar hafa orðið á afstöðu kjósenda til spurningarinnar um giftingar samkynhneigðra. Ívið fleiri lýsa þó fylgi við að samkynhneigðir fái að gifta sig bæði borgaralega og í kirkju. Hlutfallið er 67,4% nú, en var 65,6% í september í fyrra. Andstaðan hefur einnig aukist örlítið, en 13,3% segjast nú telja að samkynhneigðir eigi ekki að fá að giftast, en þetta hlutfall var 10,7% síðast.
Spurningin sem borin var upp var: Telur þú að samkynhneigðir eigi að fá að gifta sig borgaralega, í kirkju, bæði borgaralega og í kirkju eða eiga þeir ekki að fá að gifta sig?
Könnunin var gerð 25. apríl til 1. maí. 1.225 voru spurðir og var svarhlutfall 62,3%.