Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands var útskrifaður af Landspítala háksólasjúkrahúsi síðdegis í dag. Forsetinn var fluttur á sjúkrahúsið með þyrlu Landhelgisgæslunnar í gær. Örnólfur Thorsson forsetaritari sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að læknar hefðu framkvæmt viðamiklar rannsóknir sem leiddu ekkert alvarlegt í ljós en læknar ráðleggja forsetanum að hvíla sig næstu daga.
Að sögn Örnólfs athuguð læknar allt sem kom til álita í veikindum forsetans og fundu ekkert alvarlegt sem amaði að honum.