Kjósendur bera aukið traust til Geirs H. Haarde

Traust til Geirs H. Haarde forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins hefur aukist milli kannana en Capacent Gallup spurði að því í könnun, sem gerð var 25. apríl til 1. maí fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið, hvaða stjórnmálamanni kjósendur treystu best til að gegna embætti forsætisráðherra á næsta kjörtímabili. Traust á Geir mælist nú 54% en var 42,4% í síðustu könnun.

Traust á Steingrími minnkar

Litlar breytingar eru hjá öðrum forystumönnum stjórnmálaflokkanna, að því undanskildu að traust á Steingrími J. Sigfússyni, formanni Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, minnkar nokkuð.

Traust á Ingibjörgu S. Gísladóttur, formanni Samfylkingar, er 17%, nánast alveg það sama og síðast. Traust á Steingrími J. Sigfússyni mælist 14,6%, en var 22% síðast. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, og Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, mælast varla.

Traust á Jóni Sigurðssyni, formanni Framsóknarflokksins og iðnaðar- og viðskiptaráðherra, mælist 4,1% sem er nánast það sama og síðast. Jón er ekki öruggur um þingsæti eftir kosningar, skv. könnun Capacent Gallup um fylgið í Reykjavíkurkjördæmi norður. Könnunin leiðir í ljós að fylgi flokksins í kjördæminu er 7%, sem dugir ekki til að koma að manni.

Framsókn | 11

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert