Mótmæla staðsetningu á heimili fyrir heimilislausa

Íbúar í hverf­inu í kring­um Njáls­götu safna nú und­ir­skrift­um gegn fyr­ir­hugaðri staðsetn­ingu heim­il­is fyr­ir heim­il­is­lausa að Njáls­götu 74. Um hundrað manns hafa skrifað und­ir mót­mæla­skjal þessa efn­is. Íbú­arn­ir segj­ast í til­kynn­ingu ósátt­ir bæði við staðsetn­ingu heim­il­is­ins og við af­greiðslu máls­ins hjá borg­ar­yf­ir­völd­um.

Eru yf­ir­völd gagn­rýnd fyr­ir skort á sam­ráði við íbúa og skort á kynn­ingu á fyr­ir­hugaðri starf­semi í hverf­inu. "Einu sam­skipt­in sem borg­ar­yf­ir­völd höfðu í upp­hafi máls við íbúa hverf­is­ins var til­skip­un í bók­un vel­ferðarráðs þar sem seg­ir að vel­ferðarráð vænti þess að íbú­ar í hverf­inu taki starf­sem­inni fagn­andi," seg­ir í til­kynn­ing­unni og bætt við að íbú­ar hafi fyrst heyrt af mál­inu í frétt­um hinn 25. apríl síðastliðinn og að borg­ar­yf­ir­völd hafi sent bréf til sumra íbúa hinn 27. apríl, nokkr­um dög­um eft­ir að ákvörðunin var tek­in.

Sam­anþjappað úrræði yf­ir­valda

Staðsetn­ing heim­il­is­ins er af íbú­un­um, sem að mót­mæl­un­um standa, tal­in í þver­sögn við yf­ir­lýsta stefnu borg­ar­inn­ar í fé­lags­mál­um. Þetta verði þriðja stóra hús­næðið á veg­um fé­lags­mála­yf­ir­valda í næsta ná­grenni. "Það virðist því vera sem tek­in hafi verið ákvörðun um það hjá borg­ar­yf­ir­völd­um að gera þetta litla svæði að sam­anþjöppuðu úrræði á veg­um fé­lags­mála­yf­ir­valda," seg­ir í til­kynn­ing­unni. "Hefði maður haldið að slík stefna heyrði sög­unni til og frek­ar væri stefnt að því að dreifa slík­um úrræðum um borg­ina."

Segj­ast íbú­arn­ir hafa áhyggj­ur af ör­yggi barna í hverf­inu gangi fyr­ir­ætlan­ir borg­ar­yf­ir­valda eft­ir, sem og áhrif­um staðsetn­ing­ar heim­il­is­ins á fast­eigna­verð og end­ur­sölu­mögu­leika fast­eigna­eig­enda. Í nokk­urra metra fjar­lægð frá Njáls­götu 74 sé leik­skól­inn Baróns­borg og erfitt sé að sjá að rekst­ur heim­il­is­ins fari vel sam­an við rekst­ur leik­skóla í næsta ná­grenni. Þá hafi mikið af ungu barna­fólki keypt eign­ir á svæðinu og lagt fjár­magn í að gera þær upp. Fast­eigna­sali, sem leitað hafi verið til, segi hins veg­ar að erfitt verði að selja eign­ir í hverf­inu eft­ir að starf­semi heim­il­is­ins hefj­ist. Hér sé um al­eigu íbú­anna að ræða og yf­ir­völd séu með aðgerðum sín­um að rýra eign­ir þeirra.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert