Vongóður um áframhaldandi rekstur rækjuverksmiðju

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segist vongóður um að það takist að tryggja áframhaldandi rekstur rækjuverksmiðju Bakkavíkur á Bolungarvík.

„Vandinn núna er að stærstu leyti rekstrarlegur vandi í rækjuiðnaði. Tillögur Vestfjarðanefndarinnar um að frysta afborganir og vexti lána rækjuverksmiðjanna í landinu hjá Byggðastofnun eru í vinnslu og ég trúi því að þær aðgerðir, ásamt aðgerðum stjórnenda Bakkavíkur muni stuðla að því að rekstur haldi áfram þegar hráefnisöflun hefur verið tryggð.“ Einar leggur áherslu á að enginn kvóti fór úr bænum við söluna á Rekavík, heldur hafi dugmiklir menn í Bolungarvík keypt hann og að þeir séu að stækka fiskvinnslu sína.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert