Átta rúmenskir harmonikkuleikarar sendir suður

Lögreglan á Akureyri vísaði átta rúmenskum harmonikkuleikurum upp í flugvél nú síðdegis. Þeir voru að sögn lögreglunnar ekki handteknir með formlegum hætti en þeim var gert ljóst að þeir hefðu ekki tilskilin leyfi til að halda tónleika á almannafæri og betla. Lögreglan í Reykjavík mun taka á móti Rúmenunum á Reykjavíkurflugvelli og þeim mun að sögn lögreglu verða vísað úr landi í fyrramálið.

Rúmenarnir átta munu hafa komið hingað til lands frá Ósló skömmu fyrir helgi og verða að öllum líkindum sendir þangað aftur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert