Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu segist hafa aðstoðaði rúmlega 20 manns við að komast af landi brott í gær og að á morgun væri áætlað að gera slíkt hið sama fyrir 16 einstaklinga. Þetta er fólk frá Austur-Evrópu, karlmenn sem hafði stundað hljóðfæraflutning á almannafæri og gisti gjarnan í almenningsgörðum. Átta komu með flugi frá Akureyri síðdegis og átta til viðbótar hafa verið að tínast sjálfviljugir inn á lögreglustöðina.
„Þeir hafa heyrt af því að við værum að aðstoða fólk við að fara úr landi og koma sjálfir inn á lögreglustöðina," sagði varðstjóri lögreglunnar í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.
Varðstjórinn sagði að þessum mönnum stæði til boða að gista í ólæstum klefum í nótt.