Hjálmar fór í klippingu

Hjálmar var glaðbeittur í gær við undirritun viljayfirlýsingarinnar, en enn …
Hjálmar var glaðbeittur í gær við undirritun viljayfirlýsingarinnar, en enn með hárið. mbl.is/Ásdís

Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, fór í klippingu í morgun. Hann hafði heitið því að skerða ekki hár sitt fyrr en lausn fengist á húsnæðismálum skólans, en viljayfirlýsing um að skólinn fái lóð í Vatnsmýri og árleg framlög frá menntamálaráðuneytinu, var undirrituð í gær. Hjálmar lét að eigin sögn klippa sig á „bestu stofu á landinu”, og sagðist sáttur við klippinguna nýju.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert