Hópur Rúmena í haldi lögreglunnar á Akureyri

Lögreglan á Akureyri yfirheyrir nú níu rúmenska ríkisborgara sem verið hafa á kreiki í bænum undanfarna daga. Að sögn lögreglu er talið líklegt að hópurinn tengist hópi Rúmena, sem fór úr landi í gær.

Nokkuð hefur borið á kvörtunum vegna fólksins vegna ónæðis.

Að sögn lögreglu er málið í vinnslu og mun það að öllum líkindum skýrast síðar í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert