Mæðrastyrksnefnd fær ágóðann af metsölubók

Óttar M. Norðfjörð skrifaði ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar.
Óttar M. Norðfjörð skrifaði ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. mbl.is/G.Rúnar

Næstkomandi Fimmtudag afhendir útgáfuforlagið Nýhil Mæðrastyrksnefnd allan ágóða af sölu metsölubókarinnar Hannes – Nóttin er blá, mamma eftir Óttar M. Norðfjörð. Bókin sem er 1. bindi í ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar kom út fyrir síðustu jól og sat í margar vikur í efsta sæti metsölulista Eymundsson og varð jafnframt ein mest selda bók ársins. Ágóði af sölu bókarinnar reyndist rúmlega 300.000 kr.

Afhendingin fer fram í húsakynnum Mæðrastyrksnefndar að Hátúni 12 klukkan 15:00.

Í fréttatilkynningu frá Nýhil er von á 2. bindi ævisögu Hannesar, Hólmsteinn, 1. nóvember 2007 og mun allur ágóði hennar einnig renna til nefndarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert