Samið um kaup og þjálfun á leiðsöguhundum

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, og Halldór Sævar Guðbergsson, formaður …
Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, og Halldór Sævar Guðbergsson, formaður Blindrafélagsins, skrifa undir samkomulagið í dag. mbl.is/G. Rúnar

Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og Halldór Sævar Guðbergsson formaður Blindrafélagsins, skrifuðu í dag undir samkomulag um kaup og þjálfun á fimm leiðsöguhundum fyrir blinda og sjónskerta.

Í samkomulaginu felst að heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið mun leggja til rúmlega 17 milljónir króna til að standa straum af kostnaði við kaup og þjálfun á fimm leiðsöguhundum frá Noregi. Blindrafélagið leggur fram á móti um 8 milljónir króna en heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður um 25 milljónir króna.

Blindrafélagið hefur gert samning við hundaskóla norsku blindrasamtakanna um að þjálfa leiðsöguhundana og væntanlega notendur þeirra. Í lok þessa mánaðar halda fimm blindir og sjónskertir einstaklingar utan til fyrstu þjálfunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert