Karlmaður sem slasaðist lífshættulega í umferðarslysi á sunnudagskvöld liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Maðurinn gekkst undir aðgerð í gærdag og að sögn vakhafandi sérfræðings er honum haldið sofandi í öndunarvél. Frekari upplýsingar um líðan hans er ekki að fá að svo stöddu.
Slysið gerðist þannig að maðurinn nauðhemlaði á bifhjóli sínu til að koma í veg fyrir árekstur við bifreið, og skall við það harkalega í jörðina