Á sjötta þúsund manns hafa kosið

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefur aukist jafnt og þétt undanfarna daga og kusu um þrettán hundruð manns hjá sýslumanninum í Reykjavík í gærdag. Áður en kjörstað var lokað kl. 22 í gærkvöldi höfðu um 5.600 manns kosið en ef kjörsókn verður svipuð og í síðustu kosningum má búast við á milli 10 og 12 þúsund atkvæðum utan kjörfundar, þ.e. hjá sýslumanninum í Reykjavík.

Kosning í umdæmi sýslumannsins fer fram í Laugardalshöllinni og er opið frá kl. 10–22, en að auki er hægt að kjósa hjá sýslumönnum um land allt.

Sýslumenn sjá einnig um framkvæmd utankjörfundarkosninga í heimahúsum en kjósanda sem ekki getur sótt kjörfund vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi. Í slíkum tilvikum þarf að liggja fyrir skrifleg ósk, studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans.

Jafnframt er kosið í fangelsum, á sjúkrahúsum, öldrunarheimilum og skipum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert