Dýr og plöntur í útrýmingarhættu sýnd í Leifsstöð

Sýningarkassinn í Leifsstöð.
Sýningarkassinn í Leifsstöð.

Jón­ína Bjart­marz, um­hverf­is­ráðherra, af­hjúpaði í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar í dag sýn­ing­ar­kassa á dýr­um og plönt­um í út­rým­ing­ar­hættu sem óheim­ilt er að versla með sam­kvæmt CITES samn­ingn­um. Sýn­ing­unni er ætlað að fræða ferðafólk um samn­ing­inn og teg­und­ir sem ólög­legt er, eða þarf leyfi til að flytja inn og út úr land­inu.

Meðal þeirra fjöl­mörgu teg­unda sem eru háðar leyf­um eru fíl­ar, nas­hyrn­ing­ar, hvíta­birn­ir, tígr­is­dýr og fleiri teg­und­ir katt­ar­dýra, krókó­díl­ar, ýms­ar eðlur, an­tilópu­teg­und­ir, skjald­bök­ur, fjöldi skraut­fugla, hval­ir, styrj­ur, nokkr­ar teg­und­ir kaktusa, orki­de­ur og nokkr­ar teg­und­ir harðviðar, svo og afurðir og full unn­ar vör­ur úr afurðum þess­ara teg­unda. CITES regl­ur gilda um öll ein­tök teg­unda óháð því hvort þau eru keypt, feng­in gef­ins, fund­in, ræktuð o.s.frv. Afurðir CITES teg­und­ar geta t.d. verið skinn, tenn­ur, bein, klær, fjaðrir og þess hátt­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert