Embættinu skylt að nota Lögbirtingablað

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir fyllilega eðlilegt að auglýsa stöðu aðstoðarríkislögreglustjóra eingöngu í Lögbirtingablaði en ekki víðar, miðað við þann markhóp umsækjenda sem höfðað hafi verið til. Einn umsækjandi hefur sótt um stöðuna og rann umsóknarfrestur út 4. maí. Björn segir að auglýst hafi verið eftir lögfræðingi í stöðuna.

„Miðað við markhópinn sem við höfðum í huga var ekkert óeðlilegt að auglýsa í Lögbirtingablaðinu," segir Björn. Spurður hví ekki hafi verið auglýst á vefsíðunni starfatorg.is sem fjármálaráðuneytið hefur umsjón með og geymir upplýsingar um laus störf hjá ríkinu, segir Björn, að í þessu tilviki hafi einmitt verið farið eftir þeirri reglu frá fjármálaráðuneytinu, að auglýsa laust embætti í Lögbirtingablaði. Starfatorgið dugi ekki til að auglýsa embætti.

„Það getur verið matsatriði hvernig við stöndum að auglýsingum, en sem embætti er okkur skylt að auglýsa í Lögbirtingablaðinu," segir hann. „Við fullnægjum þeirri skyldu og vitum að markhópurinn okkar les blaðið."

Dómsmálaráðuneytið auglýsti nýlega á starfatorgi lausa stöðu héraðsdómara og segir Björn að í þeim efnum sé fylgt ákveðnum fordæmum sem ekki séu fyrir hendi í tilviki aðstoðarríkislögreglustjórastöðunnar, slíkt embætti hafi aldrei verið auglýst áður. Hér sé um að ræða annað tveggja embætta aðstoðarríkislögreglustjóra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert