Það er enn ekki komið á hreint hversu langan tíma tekur að gera við Grímseyjarferjuna Sæfara, en alvarleg bilun kom upp í gír skipsins í síðustu viku. Ekki er búið að finna varahlut í stað þess sem bilaði.
Í fyrstu frétt um málið var talað um að allt að mánuð gæti tekið að gera við skipið. Kristján Ólafsson, deildarstjóri á rekstrarsviði Samskipa, sem reka ferjuna, sagðist vonast eftir að skipið yrði ekki stopp svo lengi.
Skip mun fara til Grímseyjar í vikunni til að ná í fisk, en að öðru leyti hafa Grímseyingar notast við flugsamgöngur.