Hringt í tré

Hringdu í tré er samstarfsverkefni Vodafone og Reykjavíkurborgar og er liður í því draga úr áhrifum gróðurhúsaloftegunda sem losuð eru í Reykjavík.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri og Árni Pétur Jónsson, forstjóri Vodafone hringdu fyrstu símtölin og gróðursettu tvær hríslur að því búnu í Grasagarði Reykjavíkur og innsigluðu þar með nýjan samning um fjarskiptaþjónustu milli borgarinnar og Vodafone.

Þegar hringt er í símanúmerið 900 9555 gjaldfærast 500 krónur á símreikning eiganda símans og munu þær standa straum af kostnaði við gróðursetningu á trjám í landi borgarinnar. Skógræktarfélag Reykjavíkur mun sjá um að planta þeim trjám sem gefin verða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert