Jörðin Hraun í Öxnadal friðlýst

Hraun í Öxnadal.
Hraun í Öxnadal.

Um­hverf­is­ráðherra mun á morg­un friðlýsa hluta jarðar­inn­ar Hrauns í Öxna­dal sem fólkvang. Um er að ræða svæði sem nær yfir 2286 hekt­ara jarðar­inn­ar. Mark­mið friðlýs­ing­ar­inn­ar er að sögn um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins, að vernda svæðið til úti­vist­ar, nátt­úru­skoðunar og fræðslu.

Ráðuneytið seg­ir, að vernd­ar­gildi svæðis­ins byggi einnig á því að lands­lag og nátt­úruf­ar, sér­stak­lega jarðmynd­an­ir, séu mjög fjöl­breytt og þar séu m.a. mik­il­væg­ar minj­ar um horfna bú­skap­ar­hætti. Vernd­ar­gildi svæðis­ins teng­ist einnig bók­mennta­arfi þjóðar­inn­ar, en þar fædd­ist skáldið og nátt­úru­fræðing­ur­inn Jón­as Hall­gríms­son.

Um­sjón og rekst­ur fólkvangs­ins verður í hönd­um þriggja manna um­sjón­ar­nefnd­ar sem skipuð er ein­um full­trúa Hörgár­byggðar, ein­um full­trúa Hrauns í Öxna­dal ehf. og ein­um full­trúa Um­hverf­is­stofn­un­ar sam­kvæmt samn­ingi sem um­hverf­is­ráðherra hef­ur staðfest. Um­sjón­ar­nefnd­in skal skipuð í upp­hafi hvers kjör­tíma­bils. Um­hverf­is­stofn­un skal sjá um gerð verndaráætl­un­ar fyr­ir fólkvang­inn í sam­ráði við Hörgár­byggð og stjórn Hrauns í Öxna­dal ehf.

Óheim­ilt er að spilla gróðri og trufla dýra­líf í fólkvang­in­um. Óheim­ilt er að hrófla við eða skemma á ann­an hátt jarðmynd­an­ir og aðrar nátt­úru­m­inj­ar í fólkvang­in­um. Óheim­ilt er að rækta fram­andi plöntu­teg­und­ir í fólkvang­in­um. Öll meðferð skot­vopna er bönnuð í fólkvang­in­um, en um­sjón­ar­nefnd fólkvangs­ins get­ur veitt heim­ild til að veiða refi og minka í fólkvang­in­um ef sér­stök ástæða þykir, en ætíð í sam­ræmi við lög um vernd, friðun og veiðar á villt­um fugl­um og villt­um spen­dýr­um og verndaráætl­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert