Norðmenn skipta sér ekki af komu Rúmena

Norska útlendingastofan ákvað nú síðdegis að skipta sér ekki af komu hóps rúmenskra betlara til landsins frá Íslandi. Fram kom í fréttum Útvarpsins nú síðdegis, að Norðmenn hafi komist að þeirri niðurstöðu, að fólkið hafi farið með lögmætum hætti inn á Schengensvæðið og þar getur það dvalist í þrjá mánuði sem ferðamenn.

Haft var eftir fréttafulltrúa útlendingastofu í Ósló, að staðfest væri að fólkið hafi farið af fúsum og frjálsum vilja frá Íslandi og geti því komið til hvaða Schengen-lands sem er. Undarlegt þætti hins vegar að hópnum skyldi beint til Noregs að undirlagi lögregluyfirvalda á Íslandi þar sem um rúmenska ferðamenn sé að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert