Rafmagnslaust í 4 mínútur í hluta borgarinnar

Rafmagn fór af hluta Reykjavíkurborgar nú laust fyrir klukkan 8 en rafmagnsleysið varði aðeins í um 4 mínútur. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur sló spennir út í aðveitustöð 5 með þeim afleiðingum að rafmagn fór af hluta Bakka-, Selja-, Hálsa- og Höfðahverfa ásamt Voga- og Heimahverfum og hluta af Árbæ.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka