Staðnir að verki við veggjakrot

Það er kostnaðarsamt að hreinsa veggjakrot.
Það er kostnaðarsamt að hreinsa veggjakrot. mbl.is/Jim Smart

Þrír piltar á þrettánda aldursári voru staðnir að verki við veggjakrot í miðborg Reykjavíkur eftir hádegi í gær. Þeim var gert að þrífa veggjakrotið af en forráðamönnum þeirra var tilkynnt um málavexti. Skömmu síðar var 10 ára piltur gripinn við sömu iðju í Breiðholti og var honum ekið til síns heima. Sá iðraðist sáran en foreldrum hans var gert viðvart.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir, að veggjakrot kosti skattborgarana milljónir króna á hverju ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert