Þúsundir etanólbíla?

Sá GAMLI draumur margra umhverfisverndarsinna að etanól verði hér algengt eldsneyti á bifreiðar kann að rætast á næstu misserum komist olíufélögin Shell og Olís að þeirri niðurstöðu að slíkt sé hagkvæmt.

Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar, hefur þrýst á félögin að bjóða slíka þjónustu og er niðurstaðna fýsileikakannana þeirra að vænta fyrir lok maí.

"Mér sýnist að hægt væri að blanda 5% etanóls í bensín fyrir alla bíla hér," segir Egill. "Svíar gerðu þetta fyrir nokkuð mörgum árum. Fyrir langflesta bíla gætu 10% verið í lagi. Það sem ég er þó að horfa til er að flytja inn bíla sem brennt geta blöndu bensíns og etanóls í hlutföllunum 15 á móti 85, etanólinu í vil."

Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka