Urriðaholt verður fyrsta vaktaða hverfi landsins

eftir Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

"Það er brotið blað í sögu öryggismálanna að þessu leyti," segir Guðmundur Arason, framkvæmdastjóri Securitas hf., sem undirritaði í gær samning við Urriðaholt ehf. um þjónustu öryggisfyrirtækisins við íbúa í nýjasta hverfi Garðabæjar.

Jón Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Urriðaholts, fagnar samningnum og segir hann munu hafa jákvæð áhrif á eftirspurn eftir húsnæði í hverfinu, verið sé að bjóða upp á áhyggjulaust umhverfi.

"Lykillinn að þessari hugmynd er að skapa ákveðinn fælingarmátt," segir Jón Pálmi. "Þetta eru skilaboð til þeirra sem hugsa eitthvað misjafnt. Það er hugmyndin."

Guðmundur telur þetta þróunina. "Við erum að setja heimavarnarkerfi inn á öll heimili," segir hann.

Vísir að lokuðum hverfum?

Einbýlishúsalóðir í Urriðaholti munu kosta frá 18 og upp í 60 milljónir króna eftir staðsetningu og verða alls um 1.630 íbúðir í hverfinu.

Spurður hvort þessi áhersla kunni að marka upphaf afmarkaðra hverfa, þar sem fylgst er með umferð, svarar Guðmundur játandi.

"Þetta mun verða vísir að því. Við sjáum ekki fyrir okkur að slík öryggisgæsla verði á því stigi. Þetta verður frekar mjög þægilegt og fólk veit lítið af gæslunni nema þegar á ríður. Möguleikar á að loka þessu hverfi eru klárlega til staðar. Við munum setja upp eftirlit í samráði við íbúana, eftirlit sem byggist á myndavélum og mannaðri gæslu og sem tryggir það m.a. að menn aki á viðunandi hraða í hverfinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert