Veturinn hefur ekki sleppt taki sínu enn

Vorið er ekki komið á Hellisheiði eystri.
Vorið er ekki komið á Hellisheiði eystri. mbl.is/Jón Sigurðsson

Þótt hiti á Austurlandi hafi farið yfir 20 stigin nýlega hefur veturinn ekki enn sleppt taki sínu þar. Í gær voru félagar í björgunarsveitinni Vopna fengnir til að aðstoða fólk, sem hafði misst bíl sinn útaf á Hellisheiði eystri vegna hálku. Var bíllinn dreginn með spili upp á veginn aftur og síðan var bundið tóg milli bílsins og jeppa björgunarsveitarmanna á leið niður heiðina aftur.

Töluverður snjór var á Hellisheiði eystri og var hún auglýst ófær í gær. Nú er verið er að ryðja veginn yfir heiðina og ætti hún að vera fær fyrir hádegi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert