Áður fyrr voru drykkjuskemmtanir ungmenna eftir lok samræmdra prófa algengar en við þeim hefur verið spornað, meðal annars með því að efna til sérstakra ferða fyrir krakkana að prófunum loknum. Ferðirnar eru gjarnan skipulagðar af skólum og foreldrum.
Þrátt fyrir þetta þekkist það enn að unglingar komi saman í próflok. Ekki verður þá lokaprófdagurinn endilega fyrir valinu, heldur hugsanlega helgin á eftir. Frést hefur af því að á Akureyri hyggist 10. bekkingar koma saman eftir miðnætti á föstudagskvöld. "Það er stór helgi framundan og mjög áríðandi að foreldrar fylgist með börnunum sínum, bjóði vinum þeirra heim og séu nálægir þessa dagana," segir Björk Einisdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, um próflokin. Því miður séu dæmi þess að foreldrar leyfi börnum ekki að bjóða vinum og kunningjum heim til sín, en þá missi foreldrar yfirsýn yfir það sem börn þeirra aðhafist. Raunar sé mikilvægt að slíkt eftirlit haldi áfram í allt sumar.
Spyrja má hvort ungmennin á Akureyri, sem ráðgert hafa að hittast í Kjarnaskógi um helgina, hafi nýtt sér þá tækni til þess að láta boðin ganga sín á milli. Bryndís Arnarsdóttir, forvarnarfulltrúi Akureyrar, segir foreldra hafa nokkrar áhyggjur af fyrirhugaðri samkomu. Í fyrra hafi ungmenni hist þar og samkoman farið úr böndunum. Þangað hafi meðal annars mætt sölumenn fíkniefna.
Bryndís segir að foreldrar allra barna í 10. bekk á Akureyri hafi fengið sent bréf þar sem þeim er bent á að þótt sjálfsagt sé að börnin fagni próflokunum sé heppilegra að þau geri það undir eftirliti foreldra. Foreldrar hafi verið hvattir til þess að taka þátt í foreldrarölti á föstudagskvöldið. Hugsanlegt sé að krakkarnir noti nútímatækni til þess að breyta um stað með stuttum fyrirvara "en við verðum að minnsta kosti í viðbragðsstöðu".
Hún leggur áherslu á að langflest börnin séu til fyrirmyndar. Stærstu áhyggjurnar varði sölu fíkniefna og að ungmennunum sé boðið áfengi.
Hann segir að lögreglunni finnist að í ár hyggist færri unglingar taka þátt í ferðum sem margir skólar hafa boðið upp á við próflok.
Lögreglan hafi vissar áhyggjur af laugardagskvöldinu, enda sé þá líklegt að margir foreldrar stefni á að mæta á kosningavökur, eða í Evróvisjóngleðskap og unglingunum gefist þá færi á að halda eftirlitslaus partí. "Svoleiðis gleðskapur getur farið úr böndunum en á augabragði berast fréttirnar í gegnum gsm-kerfið og sms-skilaboðin," segir hann. Þá vilji lögreglan að unglingarnir viti að þeir geti leitað til lögreglu til þess að ná stjórn á mannskapnum.