10. bekkur fagnar próflokum: Áhyggjur af laugardegi

Eft­ir Elvu Björk Sverr­is­dótt­ur elva@mbl.is

Áður fyrr voru drykkju­skemmt­an­ir ung­menna eft­ir lok sam­ræmdra prófa al­geng­ar en við þeim hef­ur verið spornað, meðal ann­ars með því að efna til sér­stakra ferða fyr­ir krakk­ana að próf­un­um lokn­um. Ferðirn­ar eru gjarn­an skipu­lagðar af skól­um og for­eldr­um.

Þrátt fyr­ir þetta þekk­ist það enn að ung­ling­ar komi sam­an í pró­flok. Ekki verður þá loka­prófdag­ur­inn endi­lega fyr­ir val­inu, held­ur hugs­an­lega helg­in á eft­ir. Frést hef­ur af því að á Ak­ur­eyri hygg­ist 10. bekk­ing­ar koma sam­an eft­ir miðnætti á föstu­dags­kvöld. "Það er stór helgi framund­an og mjög áríðandi að for­eldr­ar fylg­ist með börn­un­um sín­um, bjóði vin­um þeirra heim og séu ná­læg­ir þessa dag­ana," seg­ir Björk Ein­is­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Heim­il­is og skóla, um pró­f­lok­in. Því miður séu dæmi þess að for­eldr­ar leyfi börn­um ekki að bjóða vin­um og kunn­ingj­um heim til sín, en þá missi for­eldr­ar yf­ir­sýn yfir það sem börn þeirra aðhaf­ist. Raun­ar sé mik­il­vægt að slíkt eft­ir­lit haldi áfram í allt sum­ar.

For­eldr­ar taki þátt

Spyrja má hvort ung­menn­in á Ak­ur­eyri, sem ráðgert hafa að hitt­ast í Kjarna­skógi um helg­ina, hafi nýtt sér þá tækni til þess að láta boðin ganga sín á milli. Bryn­dís Arn­ars­dótt­ir, for­varn­ar­full­trúi Ak­ur­eyr­ar, seg­ir for­eldra hafa nokkr­ar áhyggj­ur af fyr­ir­hugaðri sam­komu. Í fyrra hafi ung­menni hist þar og sam­kom­an farið úr bönd­un­um. Þangað hafi meðal ann­ars mætt sölu­menn fíkni­efna.

Bryn­dís seg­ir að for­eldr­ar allra barna í 10. bekk á Ak­ur­eyri hafi fengið sent bréf þar sem þeim er bent á að þótt sjálfsagt sé að börn­in fagni pró­flok­un­um sé heppi­legra að þau geri það und­ir eft­ir­liti for­eldra. For­eldr­ar hafi verið hvatt­ir til þess að taka þátt í for­eldrarölti á föstu­dags­kvöldið. Hugs­an­legt sé að krakk­arn­ir noti nú­tíma­tækni til þess að breyta um stað með stutt­um fyr­ir­vara "en við verðum að minnsta kosti í viðbragðsstöðu".

Hún legg­ur áherslu á að lang­flest börn­in séu til fyr­ir­mynd­ar. Stærstu áhyggj­urn­ar varði sölu fíkni­efna og að ung­menn­un­um sé boðið áfengi.

Ekki leng­ur "vand­ræðakvöld"

Hann seg­ir að lög­regl­unni finn­ist að í ár hygg­ist færri ung­ling­ar taka þátt í ferðum sem marg­ir skól­ar hafa boðið upp á við pró­flok.

Lög­regl­an hafi viss­ar áhyggj­ur af laug­ar­dags­kvöld­inu, enda sé þá lík­legt að marg­ir for­eldr­ar stefni á að mæta á kosn­inga­vök­ur, eða í Evr­óvi­sjóngleðskap og ung­ling­un­um gef­ist þá færi á að halda eft­ir­lits­laus partí. "Svo­leiðis gleðskap­ur get­ur farið úr bönd­un­um en á auga­bragði ber­ast frétt­irn­ar í gegn­um gsm-kerfið og sms-skila­boðin," seg­ir hann. Þá vilji lög­regl­an að ung­ling­arn­ir viti að þeir geti leitað til lög­reglu til þess að ná stjórn á mann­skapn­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert