82% af neyðarútköllum vegna aðstoðar á landi vegna umferðar um Fjarðarheiði

Björgunarbifreið Ísólfs og Seyðisfjörður í baksýn.
Björgunarbifreið Ísólfs og Seyðisfjörður í baksýn.

Á aðalfundi Björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði í gærkvöldi, kom fram að 82% af neyðarútköllum vegna aðstoðar á landi, árið 2006, var vegna umferðar um Fjarðarheiði.

Af 28 neyðarútköllum, voru 23 vegna bifreiða sem þurftu aðsoð á Fjarðarheiði.

Oft þurftu margir ökumenn aðstoð í sama útkalli.

Fjarðarheiði sem er rúmlega 600 metra há, er einn hæsti fjallvegur landsins og mikill farartálmi á vetrum.

Vonast Seyðfirðingar til þess, að heilborun jarðganga á Miðausturlandi hefjist sem fyrst, enda brýnt að auka umferðaröryggi og auðvelda samgöngur milli Héraðs og Seyðis- Mjóa-, Norð-, Eski-, Reyðar- og Fáskrúðsfjarðar, sérstaklega eftir að álver Fjarðaáls tók til starfa. Þar vinnur fólk frá öllum þéttbýlisstöðum á Mið-Austurlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert