Arnarnesstrýtur friðlýstar

Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra mun í dag friðlýsa hluta jarðarinnar að Hrauni í Öxnadal sem fólkvang og Arnarnesstrýtur á botni Eyjafjarðar. Arnarnesstrýtur eru friðlýstar til að vernda megi einstök náttúrufyrirbrigði sem felst í myndun hverastrýtnanna, efnasamsetningu, útliti og lögun ásamt lífríki, þar með talin örveruvistkerfi sem þar þrífst við óvenjulegar aðstæður.

Að sögn umhverfisráðuneytisins eru hverastrýturnar allt að 10 metra háar og standa á 25 metra til 45 metra dýpi. Samkvæmt friðlýsingunni eru togveiðar, netalagnir og línuveiðar bannaðar við náttúruvættið og á jaðarsvæði þess.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert