Biðst afsökunar á bréfi til bænda

"Alveg full ástæða til að biðjast afsökunar á klaufaskapnum" segir Einar Oddur Kristjánsson.

Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem situr í þriðja sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi, segir það algjöran klaufaskap að bréf frá honum til bænda í kjördæminu hafi eingöngu verið sent á karla en ekki konur í landbúnaði. Að auki hófst bréfið á orðunum „Kæri vinur.."

Hann segir líklega skýringu þá að um mistök hjá skrifstofu flokksins hafi verið að ræða þegar bréfin hafi verið send út. „Alveg full ástæða til að biðjast afsökunar á klaufaskapnum," sagði Einar Oddur,sem sat í landbúnaðarnefnd árin 1999-2005. „Líklegast hefur verið farið eftir skrá yfir þá sem eru skrifaðir fyrir lögbýlum," sagði Einar Oddur sem hyggst þó ekki senda út annað bréf til bænda.

Þess má geta að ekki eru leyfilegt samkvæmt lögum að skrá nema eina kennitölu fyrir lögbýli.

Ekki náðist í formann Frjálslynda flokksins, Guðjón Arnar Kristjánsson, en hann sendi líka bréf til bænda í Norðvesturkjördæmi sem var aðeins sent körlum og hófst á orðunum „Ágæti bóndi".

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert