Hæstiréttur hefur dæmt tvo forsvarsmenn fyrirtækis til að greiða rúmlega 3,2 milljóna króna sekt hvort fyrir að standa ekki réttilega skil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda vegna reksturs fyrirtækisins.
Mennirnir voru sakfelldir fyrir að standa ekki skil á samtals nærri 40 milljónum króna. Þeir greiddu um 19 milljónir króna inn á skuldir félagsins og var ekki talið eins og atvikum var háttað að brot mannanna yrði talin meiri háttar í skilningi almennra hegningarlaga.