Páll Winkel nýtur fulls stuðnings LL

Morg­un­blaðinu hef­ur borist eft­ir­far­andi frétta­til­kynn­ing frá Lands­sam­bandi lög­reglu­manna:

    Í kjöl­far um­fjöll­un­ar sem hef­ur átt sér stað í þess­ari viku um aug­lýs­ingu frá dóms­málaráðuneyt­inu og lýt­ur að stöðu aðstoðarrík­is­lög­reglu­stjóra vill Lands­sam­band lög­reglu­manna koma eft­ir­far­andi á fram­færi.

    Eins og kunn­ugt er hafa mikl­ar breyt­ing­ar átt sér stað í upp­bygg­ingu lög­regl­unn­ar á Íslandi á síðustu árum og til þess að það hafi gengið eft­ir hafa dóms­málaráðuneytið og Lands­sam­band lög­reglu­manna þurft að eiga mikið sam­starf og verður ekki annað sagt en að það sam­starf hafi verið far­sælt og sam­skipti góð.

    Lög­reglu­mönn­um, sem og öðrum sem fylgst hafa með, má vera það ljóst að nú­ver­andi dóms­málaráðherra, Björn Bjarna­son, hef­ur sýnt mik­inn áhuga á starfs­um­hverfi lög­reglu­manna og lagt sig all­an fram við að styðja lög­reglu­menn til dáða. Þessu til stuðnings vilj­um við benda á að á sl. ári var Björn sæmd­ur gull­merki LL, fyrst­ur manna utan lög­reglu, og nú ný­verið var hann sæmd­ur gull­merki Fé­lags yf­ir­lög­regluþjóna fyr­ir störf sín í þágu lög­reglu­manna.

    Við breyt­ing­ar á lög­reglu­lög­um, sem ný­verið tóku gildi, lagði LL mik­inn metnað í að þær tækj­ust sem best og mögu­leik­ar lög­reglu­manna á stjórn­un­ar­stöðum inn­an lög­regl­unn­ar yrðu sem mest­ir. Með mik­illi eft­ir­fylgni og ein­urð varð niðurstaðan sú að lög­reglu­menn hafa sam­kvæmt lög­reglu­lög­um mögu­leika á að gegna öll­um stöðum inn­an lög­regl­unn­ar að stöðum lög­reglu­stjóra og rík­is­lög­reglu­stjóra und­an­skild­um og er það m.a. for­senda þess að LL hef­ur tjáð sig um mál þetta.

    Lands­sam­band lög­reglu­manna harm­ar þá um­fjöll­un sem átt hef­ur sér stað er lýt­ur að fjöl­skyldu­tengsl­um þess aðila sem sótti um áður­nefnda stöðu inn til dóms­málaráðuneyt­is­ins og tel­ur hana ekki sann­gjarna.

    Lög­reglu­menn þekkja vel til starfa Páls Win­kels og að góðu einu og vilj­um við koma því á fram­færi að hann nýt­ur fulls stuðnings LL sem og lög­reglu­manna og telj­um við hann mjög vel hæf­an í þetta embætti.

    Lands­sam­band lög­reglu­manna mun ekki tjá sig frek­ar um mál þetta og er því lokið af þess hálfu.

    Reykja­vík, 9. maí 2007.

    Her­mann Karls­son,

    vara­formaður Lands­sam­bands lög­reglu­manna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert