Samið um reiðhöll í Hrunamannahreppi

Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri Hrunamanna, Guðni Ágústsson landbúnaðar´raðherra, Guðmundur Árnason …
Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri Hrunamanna, Guðni Ágústsson landbúnaðar´raðherra, Guðmundur Árnason formaður Smára og Ingvar Hjálmarsson stjórnarmaður í Smára að lokinni undirskrift. mbl.is/Sig. Jóns.

Samn­ing­ur um bygg­ingu reiðhall­ar á Flúðum í Hruna­manna­hreppi var und­ir­ritaður á tröpp­um Ráðhúss Árborg­ar í kvöld. Um er að ræða 1100 fer­metra  skemmu sem byggð verður á Lamba­tanga í Hruna­manna­hreppi.   Það er hesta­manna­fé­lagið Smári sem bygg­ir reiðhöll­ina og fær til þess 15 millj­óna króna styrk úr reiðhalla­sjóði land­búnaðarráðuneyt­is­ins en gert er ráð fyr­ir að bygg­ing­ar­kostnaður nemi 30 millj­ón­um.

Hruna­manna­hrepp­ur kem­ur að fram­kvæmd­inni með 7 millj­ón­ir króna, Skeiða- og Gnúp­verja­hrepp­ur með 2 millj­ón­ir, Búnaðarfé­lag Hruna­manna með eina millj­ón og Hross­a­rækt­ar­fé­lag Hruna­manna með eina millj­ón og hesta­manna­fé­lagið Smári með 5 millj­ón­ir.

„Þetta er ein af 28 reiðhöll­um  sem byggðar verða með fram­lagi úr reiðhalla­sjóði ráðuneyt­is­ins. Þetta hús mun eins og öll hin jafna aðstöðu hesta­manna ekki síst  til kennslu- og ung­linga­starfs sem er afar þýðing­ar­mikið. Það verður mik­ill styrk­ur fyr­ir hesta­manna­fé­lög­in að fá þessa upp­bygg­ingu og mun efla þátt ís­lenska hests­ins í upp­byggi­legu upp­eld­is­starfi,” sagði Guðni Ágústs­son land­búnaðarráðherra  að lok­inni und­ir­skrift.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert