Varað við hættu á hruni úr íshelli í Sólheimajökli

Björgunarsveitarmenn við viðvörunarskiltið.
Björgunarsveitarmenn við viðvörunarskiltið.

Slysavarnafélagið Landsbjörg og lögreglan á Hvolsvelli vara við hruni úr íshelli sem er í Sólheimajökli. Innan við ár er síðan ferðamaður lést hér á landi þegar hluti úr íshelli í Hrafntinnuskeri hrundi yfir hann.

Íshellirinn í Sólheimajökli breytist á hverjum degi, mikið hrun er úr honum og hættulegt að fara um hann. Greinilegar sprungur eru komnar og víða er ísinn all þunnur, að sögn lögreglunnar.

Björgunarsveitin Víkverji setti upp skilti, á fimm tungumálum, við íshellinn í vikunni þar sem er varað er við því að vera í honum vegna hættu á hruni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka