Yahoo kannar möguleika á netþjónabúi hér á landi

Geir H. Haarde ásamt fulltrúum Yahoo í dag.
Geir H. Haarde ásamt fulltrúum Yahoo í dag. mbl.is/G. Rúnar

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, fundaði í morgun með fulltrúum netveitunnar Yahoo um möguleika á því að setja hér upp svonefnt netþjónabú. Fram kom hjá fulltrúum Yahoo, að athugun þeirra sé á frumstigi og ekki sé von á niðurstöðu fyrr en eftir hálft ár eða svo.

Yahoo er að sækjast eftir ódýrri orku, sem þeir segja að sé nóg af hér. Að auki er menntunarstig hér á landi hátt og tækniþekking er til staðar.

Yahoo-menn vildu ekki segja til um hve mörg störf kynnu að vera í boði né heldur hve mikið umfang starfseminnar gæti orðið.

Geir staðfesti aðspurður, að lagning nýs sæstrengs væri forsenda fyrir því, að svona starfsemi gæti verið hér á landi en gífurlega flutningsgetu þarf vegna gagnamagns: margar tengingar með allt að 10 gígabita á sekúndu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka