Yahoo kannar möguleika á netþjónabúi hér á landi

Geir H. Haarde ásamt fulltrúum Yahoo í dag.
Geir H. Haarde ásamt fulltrúum Yahoo í dag. mbl.is/G. Rúnar

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, fundaði í morg­un með full­trú­um net­veit­unn­ar Ya­hoo um mögu­leika á því að setja hér upp svo­nefnt netþjóna­bú. Fram kom hjá full­trú­um Ya­hoo, að at­hug­un þeirra sé á frum­stigi og ekki sé von á niður­stöðu fyrr en eft­ir hálft ár eða svo.

Ya­hoo er að sækj­ast eft­ir ódýrri orku, sem þeir segja að sé nóg af hér. Að auki er mennt­un­arstig hér á landi hátt og tækniþekk­ing er til staðar.

Ya­hoo-menn vildu ekki segja til um hve mörg störf kynnu að vera í boði né held­ur hve mikið um­fang starf­sem­inn­ar gæti orðið.

Geir staðfesti aðspurður, að lagn­ing nýs sæ­strengs væri for­senda fyr­ir því, að svona starf­semi gæti verið hér á landi en gíf­ur­lega flutn­ings­getu þarf vegna gagna­magns: marg­ar teng­ing­ar með allt að 10 gíga­bita á sek­úndu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka