Bandaríkjamenn og Íslendingar ræða um loftvarnakerfið

Viðræðum Íslands og Bandaríkjanna um framtíð ratsjár- og loftvarnarkerfisins á Íslandi var fram haldið í Reykjavík í dag. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu var rætt um fyrirkomulag og fjármögnun á kerfinu og miðaði viðræðum vel áfram.

Næsti viðræðufundur er fyrirætlaður fljótlega jafnhliða því sem sérfræðingar ríkjanna vinna að framgangi málsins á sérstökum vinnufundum, líkt og verið hefur á undanförnum mánuðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert