Fangelsi fyrir að vera með barnaklám

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í 6 mánaða fangelsi, þar af þrjá skilorðsbundið, fyrir að vera með í sínum fórum 6548 ljósmyndir og 179 hreyfimyndir sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt. Þá voru tölvur og harður diskur, sem myndirnar fundust á, gerðar upptækar.

Í dómnum segir að um hafi verið að ræða mikið magn af myndum og meðal þeirra hafi verið myndir af mjög ungum börnum, nánast niður í reifabörn, sem svívirt séu á ruddalegan og klámfenginn hátt. Í gögnum málsins komi fram að maðurinn sagðist hafa „einhverja söfnunarþörf“ á svona klámefni og safnað því undanfarin tvö ár þegar lögreglan lagði hald á tölvur hans. Sagðist hann hafa verið í þeirri trú að löglegt hefði verið að eiga slíkt efni en jafnframt sagðist hann hafa talið að efnið væri svo tryggilega geymt að enginn annar kæmist í það. Bendi það til þess að hann hafi ekki verið í góðri trú með vörslur efnisins.

Þá kemur fram í dómnum, að ekkert hafi komið fram í málinu um að maðurinn, sem sé fjölskyldumaður, hafi leitað sér aðstoðar til að vinna bug á áhuga sínum á klámefni þar sem börn eru fórnarlömb.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert