Hálkublettir víða á vegum á Norðaustur- og Austurlandi

Að sögn Vegagerðarinnar eru hálkublettir nokkuð víðar á vegum á Norðaustur- og Austanlands. Snjóþekja er á Siglufjarðarvegi. Hálka er á Vatnskarði eystra og á Fjarðarheiði. Éljagangur á Mývatnsöræfum. Hálkublettir á Steingrímsfjarðarheiði.

Annar staðar á landinu er greiðfært.

Hálendið

Vegna aurbleytu og hættu á vegaskemmdum er allur akstur bannaður á flestöllum hálendisvegum sem að jafnaði eru ekki færir nema að sumarlagi. Þó er fært inn í Þórsmörk. Einnig eru Uxahryggir orðnir færir og sömuleiðis Hólssandur. Þeim sem vilja komast með bíla eða vélsleða á snjó er bent á að hægt er að fara frá Húsafelli upp á Langjökul og einnig er hægt að komast upp á Mýrdalsjökul um Sólheimaheiði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka