Hálkublettir víða á vegum á Norðaustur- og Austurlandi

Að sögn Vega­gerðar­inn­ar eru hálku­blett­ir nokkuð víðar á veg­um á Norðaust­ur- og Aust­an­lands. Snjóþekja er á Siglu­fjarðar­vegi. Hálka er á Vatns­karði eystra og á Fjarðar­heiði. Élja­gang­ur á Mý­vatns­ör­æf­um. Hálku­blett­ir á Stein­gríms­fjarðar­heiði.

Ann­ar staðar á land­inu er greiðfært.

Há­lendið

Vegna aur­bleytu og hættu á vega­skemmd­um er all­ur akst­ur bannaður á flest­öll­um há­lendis­veg­um sem að jafnaði eru ekki fær­ir nema að sum­ar­lagi. Þó er fært inn í Þórs­mörk. Einnig eru Uxa­hrygg­ir orðnir fær­ir og sömu­leiðis Hólss­and­ur. Þeim sem vilja kom­ast með bíla eða vélsleða á snjó er bent á að hægt er að fara frá Húsa­felli upp á Lang­jök­ul og einnig er hægt að kom­ast upp á Mýr­dals­jök­ul um Sól­heima­heiði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert